Geta tilkynnt óæskilega háttsemi eða vanlíðan

N1 er eitt fyrirtækjanna sem tekið hefur Siðferðisgáttina í notkun.
N1 er eitt fyrirtækjanna sem tekið hefur Siðferðisgáttina í notkun. Ljósmynd/Aðsend

N1, ELKO, Krónan og Bakkinn vöruhús eru fyrstu fyrirtækin sem tekið hafa í notkun Siðferðisgáttina, nýja þjónustu sem Hagvangur býður upp á, og sagt var frá í ViðskiptaMogganum á dögunum.

Starfsmenn fyrirtækjanna fjögurra eru samtals 1.800 talsins, en þjónustan hefst á næstu dögum, að því er segir í tilkynningu frá Hagvangi.

Með Siðferðisgáttinni gefst starfsmönnum þessara fyrirtækja tækifæri á að koma á framfæri beint til óháðs teymis innan Hagvangs ef þeir verða fyrir óæskilegri háttsemi á vinnustað sínum eða upplifa vanlíðan í starfi.

„Markmið Siðferðisgáttarinnar er að styrkja stoðir góðrar vinnustaðarmenningar og að skapa farveg fyrir alla starfsmenn, óháð stöðu, til þess að koma á framfæri til óháðra aðila ef þeir verða fyrir óæskilega hegðun og fer málið þar með strax í faglegan farveg,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir einnig að Siðferðisgáttin muni því styðja við bakið á öflugu mannauðsstarfi N1, ELKO, Krónunnar og Bakkans vöruhúss þar sem megin tilgangurinn er vellíðan starfsmanna og að uppræta framkomu og hegðun sem hvergi á rétt á sér.

Annt um vellíðan starfsmanna

Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs segir að það sé fyrirtækinu mikils virði að bjóða fyrirtækin velkomin í þjónustu Siðferðisgáttarinnar. „Það er okkur afar mikils virði að bjóða þessi fyrirtæki velkomin í þjónustu Siðferðisgáttarinnar.  Þetta er mikill fjöldi starfsmanna sem sinna ólíkum störfum og eru með ólíkan bakgrunn.  Við bindum vonir við þetta samstarf og hlökkum til að þjónusta dótturfélög Festis sem sýna svo sannarlega að þeim er annt um vellíðan sinna starfsmanna,“ segir Katrín í tilkynningunni.

Kolbeinn Finnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Festi, móðurfélags fyrirtækjanna fjögurra, segir að starfsfólkið sé dýrmætasta auðlind fyrirtækisins og með innleiðingu siðferðisgáttarinnar sé hægt að taka enn eitt skrefið í að láta öllum starfsmönnum líða vel, finna til öryggis og vita á að á það er hlustað ef eitthvað bjátar á. „Okkur á öllum að líða vel í vinnunni og við viljum tryggja enn frekar að svo verði með þessum hætti. Við hlökkum til samstarfsins við Hagvang og erum þess fullviss að þetta sé gæfuspor til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK