Marel tekur flugið og er metið á 421 milljarð

Árni Oddur slær í gong.
Árni Oddur slær í gong.

Marel var skráð til leiks í Euronext-kauphöllinni í Amsterdam í gær. Tók markaðurinn vel í skráninguna og hækkuðu bréf þess um 5,4% í viðskiptum dagsins.

Þannig var dagslokagengið 3,9 evrur á hlut en í umfangsmiklu hlutafjárútboði sem ráðist var í og lauk fyrr í vikunni var útboðsgengið 3,7 evrur á hlut.

Það var Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, sem „sló“ fyrirtækið inn á markaðinn og notaðist þar við vígalegt gong.

Í samtali í Morgunblaðinun í dag segir Árni Oddur að sér væri efst í huga þakklæti gagnvart starfsfólki fyrirtækisins og viðskiptavinum sem tryggt hefðu hina miklu velgengni þess á síðustu áratugum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK