Úrslit.net skiptir um eigendur

Úrslit.net skipti um eigendur á dögunum.
Úrslit.net skipti um eigendur á dögunum. Haraldur Jónasson/Hari

Úrslitaþjónustan Úrslit.net sem sett var á laggirnir fyrir sjö árum hefur nú fengið nýja eigendur. Björn Þór Björnsson, Snorri Kristleifsson og bræðurnir Jóhannes og Steinn Þorkelsson hafa séð um rekstur úrslitaþjónustunnar undanfarin ár.

Eigendaskiptin gengu í gegn á dögunum en fyrrgreindir aðilar höfðu séð um reksturinn síðustu fjögur ár. Nýir eigendur vefsíðunnar eru Sigurjón Jónsson, Ágúst Þór Ágústsson og Daði Laxdal Gautason.

Úrslit.net, sem notið hefur mikilla vinsælda meðal áhugafólks um íþróttir, er nú að skipta um eigendur í annað sinn. Mikill fjöldi fólks heimsækir síðuna á degi hverjum, en samkvæmt tölum frá Úrslit.net ríflega fimmfaldaðist fjöldi heimsókna á vefinn milli áranna 2014 til 2017.

Alls námu heimsóknirnir á aðra milljón árið 2017 og ráðgera má að sú tala hafi hækkað talsvert síðustu 18 mánuði.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK