Óvissa ástæðan fyrir svartsýni

Bjarnheiður Hallsdóttir.
Bjarnheiður Hallsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er ekkert hissa á því að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki bjartsýn. Eins og allir vita hefur orðið töluverður samdráttur í fjölda ferðamanna á þessu ári og menn sjá fram á mikla óvissu.“

Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), í Morgunblaðinu í dag um niðurstöður könnunar Gallup á mati stjórnenda stærstu fyrirtækja Íslands á aðstæðum í atvinnulífinu og væntingum þeirra til aðstæðna í atvinnulífinu eftir sex mánuði. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær telja stjórnendur fleiri fyrirtækja horfur í efnahagslífinu betri en fyrir tæpum fjórum mánuðum. Aftur á móti telja enn 40% stjórnenda að aðstæður versni en einungis 13% telja að þær batni. Þá eru væntingar langsamlega minnstar í ferðaþjónustu og sjávarútvegi.

Bjarnheiður segir að þrátt fyrir að óvissutímar séu í sjónmáli sé jákvæður punktur að krónan hafi verið að veikjast. „Það er gríðarlega jákvætt fyrir allar útflutningsgreinar og hlýtur að gilda jafnt um sjávarútveg og ferðaþjónustu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK