3,1% atvinnuleysi á fyrsta ársfjórðungi

Á Suðurnesjum, þar sem ferðaþjónustan vegur einna þyngst, var atvinnuleysið …
Á Suðurnesjum, þar sem ferðaþjónustan vegur einna þyngst, var atvinnuleysið að meðaltali 5,1% fyrstu mánuði ársins, en var komið upp í 6,6% í apríl. mbl.is/Eggert

Skráð atvinnuleysi var að meðaltali 3,1% á fyrsta ársfjórðungi 2019, en var komið upp í 3,6% í maí. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira síðan í mars 2015 þegar það mældist sama og nú. Alls voru 2.677 fleiri á atvinnuleysisskrá í maí 2019 en í maí árið áður.

Í nýrri hagsjá Landsbankans, sem vísar í tölur Vinnumálstofnunar, kemur fram að ef litið er sérstaklega á Suðurnes þar sem ferðaþjónustan vegur einna þyngst var atvinnuleysið að meðaltali 5,1% fyrstu mánuði ársins, en var komið upp í 6,6% í apríl.

Atvinnuleysi hefur aukist síðustu mánuði, aðallega á Suðurnesjum, þar sem samdráttur í ferðaþjónustu kemur mest fram. Almennt er spáð samdrætti í hagkerfinu á þessu ári, en að sú staða verði ekki langvinn.

„Þess er því að vænta að sú mikla fjölgun starfa sem við höfum séð á síðustu árum verði mun hægari eða þróunin jafnvel neikvæð á allra næstu misserum,“ segir í hagsjá Landsbankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK