Ísland dýrasta land Evrópu

mbl.is/Hari

Ísland er dýrasta land Evrópu ef marka má fréttir norskra fjölmiðla sem byggja á upplýsingum frá Hagstofu Noregs. 

Þar kemur fram að verðlag á Íslandi var 64 prósentum hærra en að meðaltali í ríkjum Evrópu í fyrra. Í Sviss var verðlag 59 prósentum yfir meðaltalinu og í Noregi var það 55% yfir meðaltali.

Ef bara er horft til ríkja innan Evrópusambandsins er verðlagið hæst í Lúxemborg eða 42 prósentum yfir meðallagi. Danmörk, Írland, Svíþjóð og Finnland eru öll dýrari en meðaltal ríkja ESB segir til um. 

Á sama tíma er verg landsframleiðsla í Noregi 50% hærri á einstakling en að meðaltali í Evrópu. Aðeins Lúxemborg, Írland og Sviss eru með hærra magn vergrar landsframleiðslu á mann árið 2018.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK