Krispy Kreme lokar á Íslandi

Kaffihús Krispy Kreme í Kringlu og Skeifunni munu loka 1. …
Kaffihús Krispy Kreme í Kringlu og Skeifunni munu loka 1. júlí 2019 og í Smáralind þann 1. október 2019. Ljósmynd/Krispy Kreme

Alþjóðlega kleinuhringjakeðjan Krispy Kreme lokar á Íslandi. Hagkaup hefur ákveðið í samráði við Krispy Kreme að hætta starfssemi sinni hér á landi. Þrjú Krispy Kreme kaffihús eru starfrækt í verslunum Hagkaups, í Kringlu, Skeifu og Smáralind.

Kaffihúsin í Kringlu og Skeifunni munu loka 1. júlí 2019 og í Smáralind þann 1. október 2019.

„Helsta ástæða þess að við erum að hætta starfsseminni er að framleiðslukostnaður er einfaldlega of hár og markaðurinn hér á landi of lítill. Við munum klára þessa síðustu þrjá mánuði með bros á vör í Smáralind, enda hefur þetta verið mjög skemmtilegur tími með góðu fólki.“ Þetta er haft eftir Viðari Brink, rekstrarstjóra Krispy Kreme, í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK