LEGO-fjölskyldan fær Legoland á ný

Legoland er komið í hendur danskra eigenda á ný, að …
Legoland er komið í hendur danskra eigenda á ný, að minnsta kosti að hluta. Ljósmynd/Merlin Entertainment Group

Kirkbi, fjárfestingasjóður LEGO-fjölskyldunnar, hefur nú eignast hlut í Legolandi á nýjan leik eftir kaup á hlutafé í Merlin Entertainment Group, en fjölskyldan seldi garðana árið 2005. Samsteypan er fjárhagslegur bakhjarl hvalaathvarfsins í Vestmannaeyjum.

Kirkbi auk Blackstone sjóðsins og lífeyrissjóðsins CPPIB hefur fest kaup á 50% hlutafé Merlin Entertainment Group fyrir um 20 milljarða danskra króna, jafnvirði 380 milljarða íslenskra króna. Með þessu hefur fjölskyldan á ný eignast hlut í Legoland-görðunum sem hún seldi árið 2005.

Eigandi London Eye

Fram kemur í umfjöllun danska ríkissjónvarpsins DK að Merlin Entertainment Group rekur 130 afþreyingar- og áfangastaði í 25 löndum. Samsteypan á meðal annars London Eye á Englandi, Madame Tussauds-safnið í San Fransisco í Bandaríkjunum, Gurra Grís-land (e. Peppa Pig World) í Sjanghæ í Kína og Gardaland í Verona á Ítalíu.

Merlin Entertainment Group tók ámóti 67 milljónum gesta á síðasta ári og var velta samsteypunnar um 266 milljarðar íslenskra króna, þar af var hagnaður fyrir skatta 45,7 milljarðar króna.

Styrktu mjaldrana í Eyjum

Samsteypan heldur ekki úti starfsemi á Íslandi en var aðal styrktaraðili SEA LIFE Trust í sambandi við byggingu hvalaathvarfsins í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Þangað var farið með mjaldrana Litlu-Grá og Litlu-Hvít alla leið frá sjávardýragarði í Sjanghæ og eru mjaldrarnir við góða heilsu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK