Krefja Isavia um vélina á ný

Vél í eigu ALC er enn í haldi Isavia. Flugvélaleigan …
Vél í eigu ALC er enn í haldi Isavia. Flugvélaleigan hefur afhent héraðsdómi nýja aðfararbeiðni. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson

Flugvélaleigan ALC afhenti í dag Héraðsdómi Reykjavíkur nýja aðfararbeiðni þar sem krafist er að Isavia afhendi félaginu flugvélina TF-GPA. Þetta staðfestir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, í samtali við mbl.is. Isavia hefur haft farþegaþotuna í vörslu sinni frá falli WOW air.

Hann segir hina nýju beiðni vera lagða fram á grundvelli úrskurðar héraðsdóms um að Isavia hafi ekki verið heimilt að krefja ALC um allar útistandandi skuldir WOW air við Isavia, heldur aðeins krefjast þeirra útistandandi gjalda er tengjast umræddri vél. Jafnframt hefur ALC þegar greitt skuldir WOW air við Isavia vegna umræddrar vélar.

Eftir úrskurð héraðsdóms vildi ALC leggja fram nýja aðferðarbeiðni, en Isavia vildi fara með málið fyrir Landsrétt. Landsréttur úrskurðaði Isavia í hag, en Hæstiréttur hefur skipað Landsrétti að taka málið fyrir að nýju vegna ágalla í meðferð málsins.

Í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar sendi Isavia frá sér yfirlýsingu þar sem því var haldið fram að Hæsta­rétt­ur hafi komist að því að Isavia hafi verið heim­ilt að kyrr­setja flug­vél ALC fyr­ir skuldum WOW air.

„Þessi yfirlýsing frá Isavia í dag er lélegur spuni og tilraun til þess að reyna einhvernvegin að setja málið í það ljós að í þessu er einhverskonar sigur fyrir þá, það er öðru nær,“ hafði mbl.is eftir Odd í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK