Glencore sagt vilja Straumsvík

Bresk-svissneski hrávörurisinn Glencore og þýska álfyrirtækið Trimet Aluminum eru sögð …
Bresk-svissneski hrávörurisinn Glencore og þýska álfyrirtækið Trimet Aluminum eru sögð á meðal þriggja fyrirtækja sem lýst hafa yfir áhuga á því að kaupa eignir Rio Tinto í Straumsvík, Svíþjóð og Hollandi. mbl.is/Eggert

Bresk-svissneski hrávörurisinn Glencore og þýska álfyrirtækið Trimet Aluminum eru sögð á meðal þriggja fyrirtækja sem lýst hafa yfir áhuga á því að kaupa eignir Rio Tinto í Straumsvík, Svíþjóð og Hollandi. Greint er frá þessu á vef New York Times í dag.

Verðið sem heimildarmenn blaðsins úr bankageiranum ræða um eru 350 milljónir dollara, eða um það bil 44 milljarðar íslenskra króna.

Rio Tinto neitaði að bregðast við fyrirspurnum fréttamanna um málið.

Söluferli Rio Tinto er sagt hafa hafist á ný seint á síðasta ári með hjálp franska fjárfestingarbankans Natixis, eftir að Norsk Hydro hætti við að kaupa eignir Rio Tinto i kjölfar þess að treglega gekk að fá samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandins fyrir kaupunum.

Eignirnar sem Glencore, Trimet Aluminum og breska fyrirtækið Liberty House eru sögð vera að skoða kaup á eru, auk álversins í Straumsvík, 53% hlutur í hol­lensku skaut­verk­smiðjunni Aluchemie og 50% hlutur í sænsku ál-flú­oríð verk­smiðjunni Aluflu­or.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK