Sesselía ráðin til Íslandspósts

Sesselía Birgisdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts.
Sesselía Birgisdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. Ljósmynd/Íslandspóstur

Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. Hún tekur til starfa í lok sumars. Hún segist hlakka til að hefja störf hjá fyrirtæki á tímamótum.

Sesselía hefur áður starfað sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania, frá árinu 2016, en þar áður starfaði hún sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði markaðsmála. Hún bjó lengi í Svíþjóð þar sem hún var einn stofnenda alþjóðlegrar leigumiðlunar, Red Apple Apartments.

Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra Íslandspósts í fréttatilkynningu að Sesslía verði mjög mikilvæg viðbót í hópinn, sterkur leiðtogi á sínu sviði, ekki síst í ljósi þess endurskipulagningarferlis sem Íslandspóstur gengur í gegnum um þessar mundir, þar sem megináherslan er að ná stjórn á kostnaði í rekstri fyrirtækisins og finna því stað í breyttu viðskiptaumhverfi.

Sesselía er með tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi, annars vegar í stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingarmiðlun og breytingar og hinsvegar í alþjóða markaðsfræðum og vörumerkja-stjórnun. Sesselía er gift Ragnari Fjalar Sævarssyni markaðs- og samskiptastjóra Hörpu og eiga þau þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK