Fjöldauppsagnir hjá Deutsche Bank

AFP

Allt að 20 þúsund manns gætu misst vinnuna hjá þýska bankanum Deutsche Bank en mikil endurskipulagning er fram undan hjá stærsta banka Þýskalands.

Alls starfa um 100 þúsund manns hjá bankanum.

Breytingarnar munu hafa mikil áhrif á fjárfestingahluta bankans; sér í lagi á skrifstofum í New York og London.

Fréttirnar koma í kjölfar þess að hætt var við sameiningu Deutsche Bank og Comm­erzbank í apríl. Þá kom fram að áhættan af samruna væri of mikil til að réttlæta áhættuna og kostnað sem fylgdi svo flóknum samningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK