Farþegum Icelandair fjölgaði um 15%

Sætanýting Icelandair var 88% samanborið við júní 2018.
Sætanýting Icelandair var 88% samanborið við júní 2018. mbl.is/Árni Sæberg

Alls flugu 553.000 farþegar með Icelandair-flugfélaginu í síðasta mánuði og er það 15% aukning milli ára. Sætanýting var 88% samanborið við júní 2018, en flugfélagið jók framboð sitt um 8%.

Í tilkynningu frá Icelandair Group sem birt var á vef Kauphallarinnar í kvöld kemur fram að farþegum hafi fjölgað verulega í flugi bæði til og frá Íslandi – um 41% til Íslands, sem nam um 61 þúsund farþegum, og um 27% á heimamarkaðinum frá Íslandi, sem nam tæplega 15 þúsund farþegum.

Er þessi aukning m.a. sögð til komin vegna áherslna félagsins á að lágmarka áhrif kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna og breytinga í samkeppnisumhverfinu.

Góður árangur hafi þá náðst í að bæta stundvísi í leiðarkerfi félagsins og hafi komustundvísi í júní numið 64% samanborið við 40% í júní á síðasta ári, þrátt fyrir minni sveigjanleika í flugáætlun vegna kyrrsetningar MAX-vélanna.

13% fækkun hjá Air Iceland Connect

Farþegar Air Iceland Connect voru 25 þúsund í júní og fækkaði um 13%, sem er í takt við samdrátt í framleiðslu á milli ára. Sætanýting nam 72,3% og jókst um 2,7 prósentustig á milli ára.

Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði þá um 15% milli ára vegna færri verkefna en á sama tíma í fyrra og vegna viðhalds flugvéla. Fraktflutningar jukust  hins vegar um 5%.

Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust þá um 6% og var herbergjanýting 81,3% samanborið við 80,1% í júní 2018. Aukning var á öllum hótelum félagsins í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK