Kyrrsetning framlengd til loka október

mbl.is/Eggert

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallarinnar að þar sem útlit sé fyrir að kyrrsetning farþegaflugvéla af gerðinni Boeing 737 MAX muni vara lengur en reiknað hafði verið með hafi félagið uppfært flugáætlun sína til loka október.

„Eins og fram hefur komið bætti félagið fimm leiguvélum við flota sinn í sumar til að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. Unnið er að því að útfæra framlengingu leigusamnings einnar vélar út október,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þetta þýði að sætaframboð Icelandair dragist saman um 4% á tímabilinu 16. september til 26. október miðað við fyrri áætlun.

Flugfélagið hafi lagt megináherslu á fjölgun farþega á mörkuðunum til og frá Íslandi og hefur það aldrei flutt fleiri farþega til Íslands en það sem af er sumri eða 354 þúsund farþega í maí og júní samanborið við 257 þúsund á sama tímabili í fyrra. Þá séu bókanir á markaðinum til Íslands á tímabilinu júlí til október rúmlega 20% fleiri en á sama tímabili í fyrra.

„Vinna varðandi þessar breytingar mun hefjast á næstu dögum og munu starfsmenn Icelandair hafa samband við viðkomandi farþega. Fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar eru enn óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggur fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fæst bættur frá framleiðanda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK