Hlutabréf Icelandair lækka áfram

Boeing 737 Max-flugvél Icelandair.
Boeing 737 Max-flugvél Icelandair.

Hlutabréf í flugfélaginu Icelandair halda áfram að lækka, en það sem af er degi hafa bréfin lækkað um 1,2% í 128 milljóna króna viðskiptum. Gengi hlutabréfanna stendur nú í 9,80 krónum.

Hlutabréf Icelandair hríðféllu í gær og nam lækkunin 4,69%. Bréfin hafa nú lækkað um rétt 7% það sem af er júlímánuði, og er gengi bréfanna nú á svipuðum stað og um áramótin. 

Lækkunin kemur í kjölfar frétta af framlengingu kyrrsetningar Boeing 737 MAX-flugvéla félagsins. Ráðgert að kyrrsetningin muni vara til loka október hið minnsta. 

Þá greindi ViðskiptaMogginn frá því í gær að flugfélagið Emirates kannaði nú möguleikann á því hefja flug til Íslands. Þá greindi Fréttablaðið frá því að fyrr­ver­andi starfs­menn WOW air væru að vinna að því að stofna nýtt lággjalda­flug­fé­lag á grunni WOW. Væru þeir meðal ann­ars komn­ir með stuðning frá írsk­um fjár­fest­inga­sjóði í eigu Aisl­inn Whittley-Ryan, dótt­ur eins af stofn­end­um Ry­ana­ir.

Svo virðist sem framangreindar fregnir hafi orðið til þess að tiltrú fjárfesta á félaginu hafi minnkað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK