Hluthafafundur Arion banka í ágúst

Kjósa á tvo menn í stjórn bankans eftir verslunarmannahelgi.
Kjósa á tvo menn í stjórn bankans eftir verslunarmannahelgi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arion banki hf. hefur boðað til hluthafafundar 9. ágúst klukkan 16 í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni í Reykjavík. Rétt til setu og atkvæðagreiðslu hafa allir hluthafar bankans og er atkvæðavægi í hlutfalli við eignarhlut.

Til stendur að kjósa tvo nýja menn í stjórn bankans og munu þeir sitja fram að næsta aðalfundi bankans. Kaupskil, dótturfélag þrotabúsins Kaupþings seldi í vikunni 20% eignarhlut sinn í bankanum og var breski vogunarsjóðurinn Lans­dow­ne Part­ners meðal kaupenda en hann á nú 5,01% hlut í bankanum.

Framboðsfrestur til stjórnar rennur út 4. ágúst klukkan 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK