Emirates ekki með Ísland í kortunum

Airbus A380-þota. Í flota Emirates eru 111 risabreiðþotur úr verksmiðjum …
Airbus A380-þota. Í flota Emirates eru 111 risabreiðþotur úr verksmiðjum Airbus.

Flugfélagið Emirates hefur engin áform uppi um að hefja beint flug til og frá Íslandi. Þetta segir talsmaður flugfélagsins, í kjölfar þess að Morgunblaðið greindi frá því að félagið hefði sent full­trúa sína hingað til lands til að kanna innviði á sviði flugrekstr­ar.

Fjallað er um yfirlýsingu talsmannsins á vefnum Arabian Business og um leið vísað til umfjöllunar Morgunblaðsins.

„Við höldum áfram að skoða tækifæri til að styrkja og breiða út flugrekstur okkar, en Emirates hefur engin áform uppi um að hefja þjónustu til Íslands,“ segir í yfirlýsingunni.

„Emirates mun sem fyrr meta rekstur sinn víða um heim og við munum ýta úr vör nýjum flugleiðum sem mæta kröfum markaðarins í samræmi við viðskiptalega forgangsröðun og rekstrarbreytingar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK