Milljarður í viðbættum veruleika

Atli Már hélt kynningu hjá Apple.
Atli Már hélt kynningu hjá Apple.

Directive Games, tölvuleikjafyrirtækið sem Atli Már Sveinsson stýrir í Kína, er í vexti um þessar mundir. Samstarf þess við Apple og fleiri stóra aðila hefur skilað auknum áhuga á fyrirtækinu og starfsmönnum hefur fjölgað ört, bæði á skrifstofunni hér á Íslandi sem og í Kína og annars staðar.

Félagið skilaði hagnaði í fyrsta skipti árið 2017, en það var sett á laggirnar upphaflega árið 2014.

Atli segir í samtali við ViðskiptaMoggann að útlit sé fyrir að tekjur fyrirtækisins á þessu ári verði í kringum 10 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 1,2 milljarða íslenskra króna.

„Við höfum vaxið frá því að vera með tvo starfsmenn á Íslandi upp í 14 nú á þessu ári. Við erum í dag með fastráðna starfsmenn í Shanghai og á Íslandi, 28 talsins, en einnig með lausráðna starfsmenn og verktaka víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum og í Svíþjóð.“ Atli segir að áskorunin um þessar mundir sé að finna hæft starfsfólk, en starfsemin kallar á mjög sérhæfða og reynda starfskrafta.

Í Kína til að mynda útskrifist fjöldi tölvunarfræðinga ár hvert, en vandamál sé að Kínverjar hafi ekki alist upp við vísindaskáldsögur eins og Vesturlandabúar, sagnaheima eins og Blade Runner- og Alien-kvikmyndirnar. „Þannig að þegar kemur að hönnuðum þá er aðeins lægra hlutfall af þeim sem hafa sterkan bakgrunn í því,“ segir Atli Már Sveinsson.

Lesa má ítarlega umfjöllun um málið í ViðskiptaMogga dagsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK