TM vill kaupa Lykil á 9,25 milljarða

Tryggingamiðstöðin vill kaupa Lykil á 9,25 milljarða króna.
Tryggingamiðstöðin vill kaupa Lykil á 9,25 milljarða króna. mbl.is/​Hari

Klakki ehf., eigandi Lykils fjármögnunar hf., hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Tryggingamiðstöðina hf. (TM) um kaup TM á öllum eignarhlutum í Lykli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TM sem send er Kauphöllinni.

Lykill er eignaleiga og fjármagnar bíla og önnur tæki. Það var stofnað árið 1986 undir nafninu Lýsing.

Náist samningar mun TM greiða 9,25 milljarða króna fyrir hlutinn auk alls hagnaðs félagsins á árinu 2019, eftir skatta. Fyrirhuguð kaup eru háð áreiðanleikakönnun, samþykki hluthafafundar TM svo og samþykki Fjármálaeftirlitsins um að TM megi fara með virkan eignarhlut í Lykli fjármögnun.

Gera fyrirtækin ráð fyrir að viðræður geti tekið um tvo mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK