Eignir Björns Inga á nauðungarsölu

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisskattstjóri, sýslumaðurinn á Vesturlandi, Hvalfjarðarsveit og VÍS hafa farið fram á að fjórar eignir athafnamannsins Björns Inga Hrafnssonar í Hvalfjarðarsveit verði settar á nauðungarsölu.

Um er að ræða jarðirnar Mástaði 2-5 og nema kröfur samtals um 40 milljónum króna, að því er fram kemur í Lögbirtingarblaðinu í dag. Viðskiptablaðið greinir fyrst frá.

Björn Ingi Hrafnsson var áður útgefandi Pressunnar, en útgáfufélag þess, Vefpressan ehf., var úrskurðað gjaldþrota síðasta sumar, eftir að hafa selt útgáfu DV, Pressunnar og Eyjunnar til Frjálsrar fjölmiðlunar.

Þá var BOS ehf., rekstrarfélag Argentínu steikhúss, úrskurðað gjaldþrota í lok síðasta árs, en Björn Ingi var eigandi félagsins. Kröfur í búið námu rúmum 137 milljónum króna og innihéldu meðal annars launakröfur starfsmanna, en lítið sem ekkert fékkst upp í þær.

Björn Ingi rekur nú vefmiðilinn Viljann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK