Móðurfélag Nathan og Olsen fær að kaupa í Emmessís

Emmessís.
Emmessís.

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa 1912 ehf. á hluta Emmessíss, en fyrrnefnda félagið er móðurfélag heildsölufyrirtækjanna Ekrunnar og Nathan og Olsen hf.

Í úrskurði eftirlitsins vegna samrunans segir að það sé mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist og að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því séu ekki forsendur til að aðhafast neitt vegna samrunans.

Í umfjöllun Fréttablaðsins frá í júní kemur fram að það sé Ísgarður, félag í eigu Pálma Jónssonar, framkvæmdastjóra Emmessíss, sem hafi selt stóran eignarhluta til 1912. Eftir viðskiptin eru hluthafar Emmessíss eftirfarandi: 1912 með 56%, Ísgarðar með 33%, Gyða Dan Johansen með 9% og Emmessís með 2%.

Fyrr á árinu keypti Pálmi hlutinn af fjárfestingahópi sem í voru meðal annars Einar Örn Jónsson, kenndur við Nóatún, Þórir Örn Ólafsson, Gyða Dan Johansen og Ragnar Birgisson.

1912 er í eigu Kristínar Fenger Vermundsdóttur og barna hennar, Ara Fenger og Bjargar Fenger.­ 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK