Eyþór inn í stjórnina fyrir Kjartan

Eyþór Arnalds tekur sæti í stjórn Orkuveitunnar.
Eyþór Arnalds tekur sæti í stjórn Orkuveitunnar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur tekið sæti í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í stað Kjartans Magnússonar. Var þetta staðfest á eigendafundi Orkuveitunnar, en ákvörðun um breytingu í stjórninni var tekin í borgarstjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Í stjórn Orkuveitunnar fyrir hönd Reykjavíkurborgar sitja þá núna Brynhildur Davíðsdóttir, sem er formaður, Gylfi Magnússon, sem er varaformaður, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Hildur Björnsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds. Til vara: Auður Hermanndóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Páll Gestsson, Katrín Atladóttir og Björn Gíslason.

Fyrir hönd Akraneskaupstaðar er Valgarður Lyngdal Jónsson og Guðjón Viðar Guðjónsson til vara og fyrir hönd Borgarbyggðar er Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Lilja Björg Ágústsdóttir til vara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK