Horfur íslensku bankanna hjá S&P neikvæðar

S&P staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn bankanna en færir horfur þeirra úr …
S&P staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn bankanna en færir horfur þeirra úr stöðugum í neikvæðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Matsfyrirtækið Standard & Poors hefur breytt horfum íslensku bankanna og Íbúðalánasjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Fyrirtækið staðfestir þó óbreytta lánshæfiseinkunn bankanna, en segir þá ekki lengur njóta góðs af uppgangi í efnahagslífinu og þá hafi lánveitingar lífeyrissjóðanna neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu bankanna.

Eru Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn með langtímaeinkunnina BBB+ og skammtímaeinkunnina A-2. Íbúðalánasjóður hefur einkunnina BB+ til lengri tíma og B til skamms tíma.

S&P segir í mati sínu að búast megi við samdrætti í íslensku efnahagslífi á þessu ári, en búast megi við því að efnahagurinn rétti úr kútnum á því næsta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK