Þefa yngra fólk uppi í kannanir

Skjáskot af viðmóti forritsins.
Skjáskot af viðmóti forritsins.

Þeir Einar Gylfi Harðarson og Þórður Ágústsson eru mennirnir á bak við kannanaforritið Eik sem hefur verið í um tvö ár í bígerð. Forritið, sem nú er aðgengilegt á App Store, hefur fengið góðar viðtökur en hugmyndin að því spratt í aðferðafræðikúrsi Einars Gylfa í Háskólanum í Reykjavík en þar leggur hann stund á hagfræði.

„Konseptið er þannig að fólk getur ef það vill skráð sig til þess að taka kannanir og fengið greitt fyrir það. Það er mikil vitundarvakning á meðal okkar kynslóðar um þessi mál. Það er risamarkaður fyrir þessar upplýsingar. Áður fyrr var fólk að gefa svör sín frítt í gegnum Facebook og taka kannanir þar. En það er stórt vandamál hjá markaðsrannsóknarfyrirtækjum að ná í svör frá fólki á aldrinum 18-35 ára. Við sáum tækifæri þarna og ákváðum að reyna að leysa þetta vandamál,“ segir Einar Gylfi

Útgreiðsla fyrir kannanir fer eftir því hversu langar þær eru og er úttektarlágmarkið 5.000 krónur. 

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogga dagsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK