Klippur úr enska boltanum á mbl.is

Frá leik Manchester United og Liverpool á síðustu leiktíð.
Frá leik Manchester United og Liverpool á síðustu leiktíð. AFP
Hægt verður að sjá helstu atriði úr leikjunum í enska boltanum á vefsíðu mbl.is sem er í samstarfi við Símann, auk allra þeirra frétta sem þar birtast um enska boltann.
Að sögn Tómasar Þórs Þórðarsonar, ritstjóra enska boltans hjá Símanum, verða helstu atriði úr leikjum sýnd morguninn eftir.
„Eins verða líka aðgengilegar á mbl.is klippur úr umfjöllun okkar, bæði úr Vellinum, upphitunum úr myndveri eða innslögunum sem við höfum gert,“ segir Tómas og heldur áfram: „Síðan þegar umferðin er búin koma klippur eins og bestu mörkin, bestu markvörslurnar og stærstu stundirnar.“
Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tómas Þór Þórðarson, Margrét …
Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tómas Þór Þórðarson, Margrét Lára Viðarsdóttir ásamt Loga Bergmanni Eiðssyni, skipa teymi Símans á komandi leiktíð í enska boltanum.
Ítarlega er fjallað um ný heimkynni enska boltans, sem verður í Sjónvarpi Símans á komandi leiktíð, í Morgunblaðinu í dag, þar sem farið er yfir dagskrá Símans í kringum enska boltann í vetur.
„Við Eiður Smári munum opna tímabilið á Anfield og bjóðum enska boltann velkominn í ný heimkynni á hliðarlínunni. Svo fer ég heim og Logi Bergmann og Eiður verða á grasinu á Old Trafford á leik Manchester United og Chelsea,“ segir Tómas sem er nú þegar búinn að skipuleggja sjö ferðir út. Tómas segist vilja færa íslenska áhorfendur nær Englandi og viðveran þar í landi mun augljóslega ná því markmiði en hann hefur þegar.

Fréttina í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK