Össur hagnast um 2,8 milljarða

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagnaður Össurar á öðrum ársfjórðungi nam 23 milljónum Bandaríkjadala í fjórðungnum (2,8 milljörðum íslenskra króna) eða 13% af sölu og jókst um 23% frá sama tíma­bili í fyrra.

Sala á öðrum árs­fjórðungi 2019 nam 179 millj­ón­um Banda­ríkja­dala (22 millj­örðum ís­lenskra króna) sem sam­svar­ar 18% vexti og 7% innri vexti. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu sem birti upp­gjör fyr­ir ann­an árs­fjórðung í morg­un.

Hagnaður, áður en tekið er til­lit til vaxta­greiðslna og vaxta­tekna, skatt­greiðslna og af­skrifta (EBITDA) nam 42 millj­ón­um Banda­ríkja­dala (5,2 millj­örðum ís­lenskra króna) og jókst um 33% frá sama tímabili í fyrra.

Aukningu í EBITDA framlegð má rekja til aukinnar sölu á hátæknivörum, hagræðingar í rekstri og aukinnar stærðarhagkvæmni. EBITDA nam 72 milljónum Bandaríkjadala á fyrsta helming ársins (8,8 milljörðum króna) eða 21% af sölu.

„Við erum ánægð með að ljúka fyrsta helmingi ársins með góðum söluvexti og sérstaklega góðri niðurstöðu í stoðtækjarekstri félagsins. Hér má nefna góða sölu á hátæknivörum eins og PROPRIO fætinum, þar sem gervigreind stjórnar virkni stoðtækisins. Í ljósi góðs söluvaxtar á fyrsta helmingi ársins, hefur fjárhagsætlun félagsins fyrir innri vöxt verið uppfærð í 5-6% fyrir árið. Rekstrarhagnaður félagsins jókst með aukinni sölu á hátæknivörum, rekstrarhagræðingu og aukinni stærðarhagkvæmni. Við sömdum nýlega um kaup á alþjóðlega stoðtækjaframleiðandanum College Park Industries og gerum ráð fyrir að kaupin gangi í gegn seinna á árinu 2019,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra Össurar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK