Björg og Úlfur til liðs við Flow

Björg María Oddsdóttir, Úlfur Steingrímsson og Magnús Norðfjörð.
Björg María Oddsdóttir, Úlfur Steingrímsson og Magnús Norðfjörð.

Björg María Oddsdóttir og Úlfur Steingrímsson hafa gengið til liðs við nýsköpunarfyrirtækið Flow. Fyrirtækið hefur vaxið nokkuð ört síðustu misseri og eru starfsmenn þess nú orðnir sjö talsins.  

Björg, sem er nú verkefnastjóri hjá Flow, starfaði áður hjá ráðgjafafyrirtækinu LarsEn Energy Branding og er einnig stjórnarformaður Íslandsdeildar Amnesty International. Hún er heimspekingur að mennt og stundaði framhaldsnám í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands.

Úlfur er nýr samfélagsmiðlastjóri fyrirtækisins en hann er viðskiptafræðingur frá Brunel-háskóla í London og hefur áður starfað sem rekstrarstjóri útflutningsfyrirtækisins Stakkholts ehf. 

Einnig hefur Magnús Norðfjörð nýlega tekið sem tæknistjóri Flow en hann gekk fyrst til liðs við fyrirtækið sem aðstoðarmaður í janúar. Magnús er sálfræðimenntaður og sérhæfður í upplifanahönnun með áherslu á sýndarveruleika. Hann er meðal stofnenda og fyrrverandi framkvæmdastjóri norska leikjafyrirtækisins Window LickerGames. 

Flow á iOS og Android

„Það eru spennandi tímar fram undan hjá Flow. Smáforritið okkar kemur út í ágúst og eru ráðningar Bjargar og Úlfs mikilvægur hluti af vexti fyrirtækisins. Þar að auki erum við heppin að hafa Magnús sem driffjöður á bak við tæknilega þróun fyrirtækisins. Ég er virkilega ánægð með að fá þetta hæfileikaríka fólk inn í teymið okkar og styðja áframhaldandi vinnu okkar við að gera hugleiðslu aðgengilega fyrir alla,“ segir Tristan Elizabeth Gribbin, stofnandi og framkvæmdastjóri Flow.  

Flow var stofnað árið 2016 og tók sama ár þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík. Þá vann Flow Gulleggið, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups árið 2018. Fyrirtækið lauk nýverið við 118 þúsund evra fjármögnun í gegnum fjárfestingarvettvanginn Funderbeam og hefur jafnframt fengið tvo styrki frá Tækniþróunarsjóði upp á samtals 60 milljónir króna. Þessir styrkir hafa gert fyrirtækinu kleift að vaxa og dafna síðustu tvö ár og halda áfram að þróa vöruna að sögn Tristan.

Í ágúst kemur Flow appið út fyrir iOS og Android á bæði íslensku og ensku en hingað til hefur hugbúnaðurinn aðeins verið aðgengilegur með sýndarveruleikabúnaði frá annaðhvort Samsung eða Oculus Go. Auk leiddrar hugleiðslu inniheldur appið myndskeið af íslenskum náttúruperlum og tónlist eftir listamenn á borð við Sigur Rós og Ólaf Arnalds.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK