Kranavísitalan líklega lægri í ár

Byggingakranar við Urriðarholt
Byggingakranar við Urriðarholt mbl.is/Árni Sæberg

Á tímabilinu janúar til júní í ár skoðaði Vinnueftirlitið 123 krana en skoðaði 171 krana á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur á vef Vinnueftirlitsins.

Ef fyrri helmingur ársins gefur vísbendingu um framhaldið mun svokölluð kranavísitala Vinnueftirlitsins því líklega vera nokkuð lægri í lok árs en hún var í fyrra. Byggist kranavísitalan á skoðunum byggingarkrana og hefur þótt ágætis mælikvarði á umfang framkvæmda hér á landi.

Í byrjun desember var sagt frá því að kranavísitalan stæði jöfn tölunni frá því 2007, 364, en á endanum tók 2018 fram úr hinu fræga framkvæmdaári og endaði í 385 krönum skoðuðum.

Hausttalningin verði áhugaverð

Bæði á vorin og haustin framkvæma Samtök iðnaðarins talningu á íbúðum í byggingu og segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, að vortalningin í ár hafi leitt í ljós að enn væri vöxtur í geiranum en farið væri að hægjast á vextinum og lítils háttar fækkun mátti þá greina í fjölda íbúða á fyrstu stigum í talningunni síðasta haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK