Hagnaður Íslandsbanka dróst saman

Íslandsbanki hagnaðist um 4,7 millj­arða króna fyrstu sex mánuði árs­ins miðað við 7,1 millj­arð á sama tíma­bili í fyrra. Mun­ur­inn á milli ára skýrist á áframhaldandi taprekstri á einu af dótturfélögum bankans og neikvæðum virðisbreytingum á útlánum.

Arðsemi eig­in fjár var 5,4% á fyrri árs­helm­ingi miðað við 8,2% í fyrra.

Hagnaður bank­ans af reglu­legri starf­semi var 5,7 millj­arðar sam­an­borið við 6,88 millj­arða á fyrri árs­helm­ingi 2018.

Hrein­ar vaxta­tekj­ur voru 16,8 millj­arðar króna sem er 9,4% hækkun á milli ára og var vaxtamunur 2,8%.

Birna Einarsdóttir bankastjóri segir að ágætur gangur hafi verið í rekstri bankans á fyrri helmingi ársins. Í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar er haft eftir Birnu að þóknanatekjur hafi aukist á tímabilinu um 14% og vaxtatekjur um 9,4%. 

„Lausafjárhlutföll bankans hafa hækkað frá áramótum og eru vel yfir innri mörkum og kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutföll eru við langtímamarkmið bankans. Fjármögnun bankans hefur gengið vel og höfum við haldið áfram að gefa út víkjandi skuldabréf í sænskum krónum auk þess sem innlán hafa aukist frá áramótum,“ er haft eftir Birnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK