Gengi hlutabréfa Apple á miklu flugi

Hlutabréf Apple eru á miklu flugi.
Hlutabréf Apple eru á miklu flugi. AFP

Í kjölfar uppgjörs tæknirisans Apple fyrir annan ársfjórðung þessa árs hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins rokið upp. Gengið stendur nú í 218 Bandaríkjadölum, en það er jafnframt hæsta gengi bréfa fyrirtækisins það sem af er ári. Bréfin hafa hækkað um ríflega fjögur prósent frá opnun markaða, eða um átta Bandaríkjadali. 

Eins og fram kom í frétti mbl.is í morgun fór uppgjör tæknirisans fram úr væntingum sérfræðinga og fóru bréfin strax á flug þegar uppgjörið hafði verið kynnt. Meðal þess sem fram kom í uppgjörinu var mikill vöxtur í framtíðartekjum, betri horfur á Kínamarkaði og auknar tekjur vegna þjónustu við viðskiptavini. 

Það sem af er ári hefur gengi hlutabréfa Apple hækkað um tæplega rétt tæplega 38%. Gengi bréfanna hefur ekki verið frá því byrjun nóvembermánaðar í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK