Uppgjör Apple framar vonum

Uppgjör Apple var betra en sérfræðingar höfðu ráðgert.
Uppgjör Apple var betra en sérfræðingar höfðu ráðgert. AFP

Tæknirisinn Apple kynnti uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung í gær. Það þarf vart að koma á óvart að fyrirtækið hafi farið fram úr væntingum sérfræðinga, en það hefur margsinnis gerst síðustu ár. 

Alls hagnaðist tæknirisinn um 10 milljarða Bandaríkjadala á mánuðunum þremur. Tekjur Apple í ársfjórðungnum námu 53,8 milljörðum Bandaríkjadala, sem er ívið meira en áður hafði verið ráðgert. Þá kemur jafnframt fram í spá fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung að tekjurnar aukist enn frekar og verði á bilinu 61-64 milljarðar Bandaríkjadala. 

Margt jákvætt kom fram í uppjörinu en þar á meðal er betri sala í Kína. Mikill vöxtur var í tekjum vegna þjónustu við viðskiptavini og þykir það góðs viti fyrir fyrirtækið. Þá stóð sala iPhone síma undir um 26 milljörðum Bandaríkjadala af tekjum, sem er um helmingur tekna fyrirtækisins, og hefur hlutfallið ekki verið lægra í um sjö ár. 

Í kjölfar uppgjörsins hækkaði gengi bréfa tæknirisans eftir lokun markaða í gær og nam hækkunin um 4,19%. Haldist það óbreytt verður gengi bréfanna um 217 Bandaríkjadalir við opnun markaða vestanhafs síðar í dag. Sé miðað við óuppfærðan fjölda hluta í fyrirtækinu er markaðsvirði Apple nú ein billjón Bandaríkjadala (e. one trillion dollars).

Það sem af er ári hefur gengi bréfa Apple hækkað um ríflega 32%, en gengið stóð í 158 Bandaríkjadölum í upphafi árs. Gengið hefur því hækkað um rétt tæplega 60 Bandaríkjadali frá þeim tíma, en það stendur eins og fyrr segir í 217 Bandaríkjadölum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK