Síminn Sport aðgengileg öllum landsmönnum

Enski boltinn snýr aftur í næstu viku.
Enski boltinn snýr aftur í næstu viku. AFP

Síminn Sport sýnir frá enska boltanum og hægt er að kaupa staka áskrift á 4.500 krónur á mánuði. Stöðin verður aðgengileg á öllum dreifikerfum Símans, Sýnar, Hringdu og Nova.

Með auknu samstarfi við ensku úrvalsdeildina getur Síminn sýnt frá fleiri leikjum en á liðnu tímabili, boðið upp á útsendingar í ofurháskerpu ásamt vandaðri innlendri dagskrárgerð og skemmtilegum erlendum umfjöllunarþáttum, að því er segir í tilkynningu frá Símanum.

Þá segir að Tómas Þór Þórðarson leiði hóp sérfræðinga sem miðli reynslu og þekkingu til þjóðarinnar en þar sem stöðin sé innifalin í Sjónvarpi Símans Premium megi ætla að um 45.000 heimili verði með enska boltann þegar flautað verður til leiks. Tómas Þór og Eiður Smári Guðjohnsen opna nýtt keppnistímabil í beinni útsendingu frá Anfield föstudaginn 9. ágúst.

„Það er mikil spenna og tilhlökkun fyrir enska boltanum. Við ætlum að vanda til verks og það gleður okkur að sjá gríðarlegan áhuga landsmanna á þessari bestu deild í heimi. Starfsfólk Símans er við öllu búið og tekur vel á móti öllum þeim sem munu horfa á Símann Sport í vetur,” segir Bryndís Þóra Þórðardóttir, vörustjóri Sjónvarps Símans, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK