Georgieva verður forstjóri AGS

Kristalina Georgieva er 65 ára gömul, búlgörsk og hagfræðingur að …
Kristalina Georgieva er 65 ára gömul, búlgörsk og hagfræðingur að mennt. AFP

Hin búlgarska Kristalina Georgieva var í dag formlega tilnefnd af Evrópusambandinu til þess að veita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum forystu. Georgieva er núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðabankans.

Hún er 65 ára gömul og doktor í hagfræði frá hagfræðiháskólanum í Sofíu í Búlgaríu, en hefur auk þess stundað nám og rannsóknir við London School of Economics og MIT í Bandaríkjunum.

Samkvæmt frétt AFP um málið voru aðildarríki Evrópusambandsins allt annað en einhuga um niðurstöðuna, en Jeroen Dijsselbloem fjármálaráðherra Hollands hafði gert sér vonir um að hreppa stöðuna í kosningu sem fram fór í dag. Fleiri ríki studdu þó Georgievu í starfið.

Hefðin er sú að Evrópubúi skipi þessa æðstu stöðu AGS, sem nú er laus þar sem Cristine Lagarde hefur tekið starfi forstjór Evrópska seðlabankans.

Á Twitter-síðu sinni segir hún að tilnefningin sé heiður og að hún hafi þegar óskað eftir því að taka sér frí frá störfum sem framkvæmdastjóri Alþjóðabankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK