Kannabisframleiðandi malar gull

Vel gekk hjá kanadíska kannabisframleiðandanum Aphria í ársfjórðungnum.
Vel gekk hjá kanadíska kannabisframleiðandanum Aphria í ársfjórðungnum. AFP

Gengi hlutabréfa í kanadíska kannabisframleiðandanum Aphria rauk upp við opnun markaða vestanhafs í morgun. Nemur hækkunin það sem af er degi ríflega 35% og stendur gengið nú í 9,35 Bandaríkjadölum.

Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið skilar jákvæðri rekstarniðurstöðu frá því að kannabisefni voru gerð lögleg í Kanada fyrir um ári. Þá má rekja stóran hluta tekna Aphria í ársfjórðungnum til aukinnar sölu meðal eldra fólks, en auk þess gerir fyrirtækið ráð fyrir enn frekari söluaukningu á komandi mánuðum. 

Jákvæð rekstarniðurstaða Aphria kom þvert á spár sérfræðinga, sem gert höfðu ráð fyrir áframhaldandi tapi. Samtals nam hagnaður fyrirtækisins í ársfjórðungnum ríflega 11,9 milljónum Bandaríkjadala samanborið við tap upp á 5 milljónir Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra. Þá námu tekjur Aphria í ársfjórðungnum 128,6 milljónum Bandaríkjadala sem er ríflega 75% aukning frá sama tímabili árið 2018.

Stjórnendur Aphria lýstu yfir mikilli ánægju með niðurstöðu ársfjórðungsins í tilkynningu sem birt var skömmu eftir uppgjörið. Frá áramótum hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins nú hækkað um rétt tæplega 20%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK