HSBC segir upp 4.000 manns

HSBC er einn stærsti banki heims, með starfsemi víða en …
HSBC er einn stærsti banki heims, með starfsemi víða en höfuðstöðvar í Bretlandi. AFP

Breski bankinn HSBC gaf það út í dag að hann hygðist ráðast í miklar hagræðingaraðgerðir á næstunni og segja upp um það bil tveimur prósentum starfsmanna sinna, um 4.000 manns. Framkvæmdastjóri bankans, John Flint, var látinn fara í gær.

Ewen Stevenson fjármálastjóri bankans kynnti fyrirhugaðar uppsagnir fyrir fjárfestum í morgun, en hann lagði áherslu á að flest störfin sem myndu tapast væru störf millistjórnenda og stjórnenda hjá bankanum.

John Flint hafði einungis stýrt bankanum í tæp tvö ár og samkvæmt frétt New York Times um brotthvarf hans sagðist bankinn þurfa nýjan mann í brúna til þess að takast á við „krefjandi alþjóðlegt umhverfi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK