Steinar og Birgir áfram stjórnendur

Verið er að selja síðustu 4,7 prósentin í Domino's á …
Verið er að selja síðustu 4,7 prósentin í Domino's á Íslandi sem enn eru í eigu Íslendinga. Ljósmynd/Aðsend

„Það eru raunar engar aðrar breytingar að fara að eiga sér stað en þær sem þegar urðu árið 2017,“ segir Steinar Bragi Sigurðsson, framkvæmdastjóri innkaupa og framleiðslu hjá Domino’s á Íslandi. Nú um stundir stendur yfir söluferli hans og Birgis Arnar Birgissonar, forstjóra Domino’s, á 4,7% hlutnum sem þeir eiga í Pizza-Pizza, rekstrarfélagi Domino’s á Íslandi.

Þeir eru, eins og Fréttablaðið greindi frá, að ganga frá sölu á hlutnum yfir til Domino’s Pizza Group, sem sé Domino’s í Bretlandi. Það félag keypti 44,3% hlut í félaginu árið 2017 og eignaðist þar með 95,3% í félaginu. Nú eignast Bretarnir allt félagið. Kaupin ættu að ganga í gegn í ágúst. 

Steinar Bragi og Birgir Örn, sem hafa verið lykilstjórnendur í fyrirtækinu frá 2011, munu að óbreyttu halda áfram störfum þar, að sögn Steinars. „Fyrirtækinu hefur gengið vel og það er ástæðan fyrir því að þeir sýna okkur þennan áhuga,“ segir Steinar. „Það er góðs viti.“

„Við höfum tekið þátt í að byggja þetta fyrirtæki upp síðan við komum inn 2011 og við erum stoltir af þeirri vinnu, sem er ástæðan fyrir því að þeir sýna þessu áhuga og á endanum kaupa þetta. Þetta er samt auðvitað líka okkar fyrirtæki enn þá,“ segir Steinar.

Domino's rekur 25 staði á Íslandi. Veltan á árinu 2018 var samtals nærri sex milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK