Vöruviðskipti óhagstæð um 18,6 milljarða

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júlí 2019 nam fob-verðmæti vöruútflutnings 51,6 milljörðum króna og fob-verðmæti vöruinnflutnings 70,2 milljörðum króna.

Vöruviðskiptin í júlí, reiknuð á fob-verðmæti, voru því óhagstæð um 18,6 milljarða króna, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Í júlí í fyrra voru vöruviðskiptin óhagstæð um 18,5 milljarða króna á gengi hvors árs.

Án skipa og flugvéla var vöruviðskiptajöfnuður óhagstæður um 18,2 milljarða króna í júlí 2019 en hann var óhagstæður um 20,6 milljarða í sama mánuði árið áður.

Í júlí 2019 var verðmæti vöruútflutnings 1,1 milljarði króna hærri en í júlí 2018, eða 2,2% á gengi hvors árs. Mest var breytingin í viðskiptum með sjávarafurðir.

Verðmæti vöruinnflutnings í júlí 2019 var 1,2 milljörðum króna hærri en í júlí 2018 eða 1,8% á gengi hvors árs. Mesta aukning á innflutningi milli ára var á fjárfestingavörum (þó ekki flutningatækjum) en á móti kom lækkun á eldsneyti og smurolíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK