Fjöldi kaupsamninga dregist saman

Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis dróst saman um 4% á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágústmánuð.

Mikill munur er hins vegar á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum. Þannig fjölgaði kaupsamningunum um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi, á sama tíma og þeim fækkaði um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ.

Fyrstu íbúðakaupum hefur almennt fjölgað meira en öðrum frá árinu 2009. Það ár hafi fyrstu íbúðakaup verið um 7,5% allra íbúðakaupa en á öðrum ársfjórðungi þessa árs var hlutfallið 27,7%, það hæsta síðan mælingar hófust 2008.

Hækkun á ásettu verði íbúða hefur minnkað og meðalsölutíminn haldist stöðugur á höfuðborgarsvæðinu en greina má hraðari verðhækkun auk styttri meðalsölutíma á landsbyggðinni. Meðalsölutíminn hefur verið nánast sá sami á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess í tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK