Hugsi yfir nýjum bílalánum

Nýir bílar bíða kaupenda í Sundahöfn
Nýir bílar bíða kaupenda í Sundahöfn mbl.is/Árni Sæberg

Egill Jóhannsson, forstjóri bílaumboðsins Brimborgar veltir því fyrir sér hvort um raunverulega vaxtalækkun bílalána hjá BL, án breytinga á kaupverði bíla, sé að ræða en fjallað var um nýja bílafjármögnunarleið BL á forsíðu Morgunblaðsins í gær.

Viðskiptavinum BL býðst nú að taka lán á föstum 3,95% óverðtryggðum vöxtum þegar keyptar eru bifreiðar frá umboðinu. Sé það tilfellið er að sögn Egils um að ræða undirliggjandi breytingu hjá fjármögnunarfyrirtækjum sem geta boðið helmingi lægri vexti.

„Ef þetta er grundvallarbreyting þá er engin spurning að Brimborg mun bjóða sambærileg vaxtakjör,“ segir Egill. „Ef þetta er hins vegar aðeins tilfærsla frá kaupverði yfir í lækkun á vöxtum þá veit ég ekki hversu mikill ávinningur þetta er fyrir neytandann þegar uppi er staðið,“ segir forstjóri Brimborgar í umfjöllun um lánamál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK