150 milljónir í starfslokasamning

Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, fékk starfslokasamning upp …
Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, fékk starfslokasamning upp á 150 milljónir króna þegar hann lét af störfum. Ljósmynd/Aðsend

Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, fékk 150 milljónir króna við starfslok sín hjá bankanum, að því er fram kemur í reikningsskilum bankans fyrir annan ársfjórðung 2019. Höskuldur starfaði 107 mánuði sem bankastjóri bankans og samsvarar starfslokagreiðslan því 1,4 milljónum króna fyrir hvern mánuð sem hann gegndi stöðunni.

Tilkynnt var 12. apríl síðastliðinn að Höskuldur hafi sagt starfi sínu hjá Arion lausu. Hafði stjórn bankans og bankastjórinn komist að samkomulagi um starfslok sem urðu mánaðarmótin apríl/maí.

Kom tilkynningin tveimur mánuðum eftir að tilkynnt var um afkomu bankans árið 2018 sem var verulega minni en árið á undan. Hagnaður Arion banka í fyrra var tæplega 7,8 milljarðar sem er um helmingi minna en árið 2017. Fór arðsemi bankans úr 6,6% í 3,7%.

Höskuldur var í fyrra hæst launaði bankastjórinn og fékk hann greiddar 67,5 milljónir króna í laun árið 2018, auk þess sem hann fékk 7,2 milljónir króna í árangurstengdar greiðslur.

Þá tók Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion Banka, við stöðu bankastjóra tímabundið 1. maí í kjölfar starfsloka Höskuldar. Tilkynnt var 25. júní að Benedikt Gíslason yrði ráðinn nýr bankastjóri og að hann tæki til starfa 1. júlí síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK