Hlutabréf Uber hrynja í verði

Gengi hlutabréfa Uber hefur lækkað mikið það sem af er …
Gengi hlutabréfa Uber hefur lækkað mikið það sem af er degi. AFP

Gengi hlutabréfa leigubílaþjónustunnar Uber hríðféllu við opnun markaða vestanhafs í dag. Það sem af er degi hefur gengið lækkað um ríflega 8% og stendur nú í tæplega 40 Bandaríkjadölum. Rekja má lækkunina til uppgjörs fyrirtækisins fyrir annan ársfjórðung þessa árs sem birt var í gær. 

Í uppgjörinu kom m.a. fram að vöxtur þjónustunnar hefði aldrei verið minni. Þá tilkynnti fyrirtækið að tap í ársfjórðungnum næmi um 5,2 milljörðum Bandaríkjadala, sem jafnframt er stærsta tap í sögu Uber. Stór hluti tapsins er vegna greiðsla til starfsmanna í tengslum við hlutafjárútboð Uber fyrr á þessu ári. Sé það hins vegar undanskilið tapaði fyrirtækið 1,3 milljarði Bandaríkjadala í ársfjórðungnum sem er nær tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. 

Sveiflur frá hlutafjárútboði

Gengi hlutabréfa Uber hækkaði mikið í gær eftir að samkeppnisaðili fyrirtækisins, Lyft, tilkynnti að afkoma þess hefði farið fram úr væntingum sérfræðinga. Í kjölfarið hækkuðu bréf beggja fyrirtækja en fréttirnar þóttu benda til þess að líkur væru á góðu uppgjöri hjá Uber. Slíkar spár gengu þó ekki eftir. 

Eins og fyrr segir fór Uber í hlutafjárútboð fyrr á þessu ári og var gengið þá 45 Bandaríkjadalir. Undanfarinn mánuð hefur gengið þó lækkað um tæp 10% og er nú orðið lægra en við skáningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK