Lækkun olíuverðs styður við viðskiptakjörin

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað undanfarið.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað undanfarið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir hækkandi verð sjávarafurða og lækkandi olíuverð styðja viðskiptakjör þjóðarinnar. Þá styðji lægri olíukostnaður við ferðaþjónustuna.

Tunnan af Norðursjávarolíu kostaði 68 dali við fall WOW air í lok mars og varð hæst um 73 dalir um miðjan maí. Verðið var um 65 dalir í lok júlí en um 57 dalir í gær. Það er lægsta verðið frá janúar.

Hugtakið viðskiptakjör vísar til hlutfalls milli verðlags út- og innfluttrar vöru og þjónustu. Hækki verð á innfluttum vörum og þjónustu umfram verð á útflutningi rýrna viðskiptakjörin. Þegar verð á útfluttum vörum og þjónustu hækkar hins vegar umfram innflutning batna viðskiptakjörin.

Lækkar kostnað útgerðarinnar

Opinberar tölur Seðlabankans um viðskiptakjör ná til ársloka 2018. Hins vegar bendir athugun Analytica til að álverð sem hlutfall af olíuverði hafi hækkað í sumar. Að sama skapi hafi fiskverð sem hlutfall af olíuverði hækkað. Það þýðir aftur að olíukostnaður útgerðarinnar á hvert kíló á fiski hefur lækkað að undanförnu.

Raungengi krónu gaf hins vegar eftir í kjölfar falls WOW air í lok mars en það náði hámarki sumarið 2017. Krónan hefur styrkst síðustu vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK