Borgin braut lög í tíu ár

mbl.is/Hallur Már

Reykjavíkurborg braut gegn lögum um verðbréfaviðskipti þegar borgin veitti viðskiptavaka nokkurn fjölda verðbréfalána frá árinu 2009 til byrjun árs 2019 án þess að tilkynna lánin samdægurs til Fjármálaeftirlitsins, að því er fram kemur í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sem birt var á vef stofnunarinnar í dag.

Þá segir að borginni verði ekki gert að greiða stjórnvaldssekt þar sem hún hafi sjálf frumkvæði að því að tilkynna brotin til eftirlitsins og að Reykjavíkurborg hafi ekki verið fruminnherji samkvæmt skilgreiningu laga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK