InnX sameinast A4

InnX hefur sameinast A4.
InnX hefur sameinast A4. Ljósmynd/A4

Húsgagnafyrirtækið InnX hefur sameinast húsgagnahluta skrifstofu- og bókaverslunarinnar A4 og mun starfsemi InnX, sem hefur verið í Bæjarlind í Kópavogi, flytjast í Skeifuna 17, þar sem A4 er núna með starfsemi.

Í tilkynningu vegna sameiningarinnar kemur fram að markmiðið sé að styrkja sókn á skrifstofuhúsgagnamarkaðinn og bæta vöruúrval A4. InnX skrifstofuhúsgögn hafa starfað í 20 ár á meðan A4 getur rakið sögu sína í 40 ár, meðal annars undir nafninu Egilsson. Kemur fram í tilkynningunni að félagið hafi að undanförnu lagt aukna áherslu á markað skrifstofuhúsgagna.

Haft er eftir Agli Þór Sigurðssyni, forstjóra A4, að sameinað fyrirtæki muni sérstaklega reyna að höfða til arkitekta og verktaka með góða og hagkvæma hönnun í huga.

Engar breytingar verða á starfsmannahópi InnX vegna sameiningarinnar að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK