Matarhjallinn opnar í Kópavogi

Matarhjallinn opnar í septembermánuði.
Matarhjallinn opnar í septembermánuði.

Nýr veitingastaður, Matarhjallinn, mun á næstu vikum opna í Engihjalla í Kópavogi. Að sögn Lúðvíks Þorgeirssonar, eiganda Matarhjallans, er undirbúningur  nú í fullum gangi og framkvæmdir á áætlun.

Staðurinn er í verslunarmiðstöðinni þar sem ísbúðin Brynja og verslunin Iceland eru m.a. til húsa. Aðspurður segir Lúðvík að staðsetning Matarhjallans bjóði upp á hagkvæmari rekstur en víðsvegar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nefnir hann leiguverð sérstaklega í því samhengi.  

„Þetta er staður sem á að vera í anda Múlakaffi enda teljum við að það vanti slíkan stað á þessu svæði. Þarna er mikið og stórt hverfi þar sem fjöldi iðnaðarmanna og einstaklinga starfa,“ segir Lúðvík og bætir við að stefnt sé að hagkvæmum rekstri þar sem lögð er áhersla á gott hráefni.

 „Það er þörf fyrir þetta í hverfinu og við teljum að það sé eftirspurn eftir venjulegum heimilismat. Við vorum búin að skoða markaðinn og sjá hvernig við vildum gera þetta,“ segir Lúðvík sem vonast til að allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á matseðli staðarins. „Þetta verður góður íslenskur matur sem allir ættu að kannast við,“ segir Lúðvík.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK