Hlutabréf í Sýn hrynja í verði

Sýn rekur Vodafone, Stöð 2, Bylgjuna og fleiri miðla.
Sýn rekur Vodafone, Stöð 2, Bylgjuna og fleiri miðla. Ljósmynd/Aðsend

Hlutabréf í Sýn hf. hafa fallið um 10% eftir að fyrirtækið birti afkomuviðvörun nú fyrir stundu. Í tilkynningu frá félaginu segir að EBITDA-framlegð fyrirtækisins, hagnaður áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, verði undir þeirri spá sem áður var gert ráð fyrir, og nemi samkvæmt spám 5,6 milljörðum króna. Lagt hafði verið upp með 6,0-6,5 milljarða EBITDA-framlegð.

Í tilkynningunni segir að eftir breytingar á framkvæmdastjórn fyrirtækisins hafi verið ráðist í vinnu að nýju „spáferli“ og sé niðurstaða hennar að horfur hafi verið of bjartsýnar. Tekjur af fjölmiðlum og fjarskiptum hafi verið ofáætlaðar um tæpar 400 milljónir og kostnaður við útsendingar vanáætlaður um 160 milljónir.

Sýn hf. mun birta uppgjör fyrri hluta árs 28. ágúst og fer kynning fram í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut klukkan 8:30 daginn eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK