Advania kaupir norskt fyrirtæki

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

Advania hefur fest kaup á norska upplýsingatæknifyrirtækinu Itello. Með kaupunum styrkir Advania markaðshlutdeild sína í Noregi og eykur umsvif sín í opinbera geiranum þar í landi. Advania hyggur á frekari vöxt og sameiningar á Norðurlöndum.

Itello var stofnað árið 2007 og hefur sérhæft sig í rekstrarþjónustu og sölu á vélbúnaði. Stofnendur starfa enn hjá félaginu og bætast nú í starfslið Advania ásamt öllum 19 starfsmönnum Itello, samkvæmt tilkynningu.

Advania í Noregi hefur hingað til lagt höfuðáherslu á viðskiptalausnir. Með kaupunum á Itello verður Advania í Noregi enn öflugra og ársvelta fyrirtækisins verður ríflega 8 milljarðar íslenskra króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK