Engar athugasemdir við 150 milljónir

Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, fékk 150 milljóna …
Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, fékk 150 milljóna starfslokasamning í apríl. Ljósmynd/Aðsend

Engar athugasemdir voru gerðar af hálfu fulltrúa Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka árið 2017 þegar gerðar voru breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar fyrrverandi bankastjóra bankans.

Þá samþykkti stjórn bankans breytingarnar sem meðal annars snéru að uppsagnarfresti og 150 milljón króna starfslokasamningi. Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins.

Bankasýsla ríkisins heyrir undir Fjármálaráðuneytið, en er með sjálfstæða stjórn og fer með eignarhald ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Haft var eftir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, að honum þyki 150 milljón króna starfslokasamningur Höskuldar „ótrúlegt bruðl.“

Níunda ágúst færði mbl.is fréttir af því að starfslok Höskuldar í apríl hafi kostað Arion banka 150 milljónir króna. Kom það fram í reikningsskilum bankans fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Tilkynnt var um starfslok bankastjórans tveimur mánuðum eftir að afkoma Arion árið 2018 var birt, en hún var helmingi minni en árið 2017.

Í svari Arion banka til Markaðarins um breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar kemur fram að markmiðið hafi verið „að tryggja að bankinn nyti starfskrafta Höskuldar fram að hlutafjárútboði og skráningu og í framhaldi af henni.“ Er vísað til alþjóðlegs hlutafjárútboðs og skráningu bankans á markað á Íslandi og í Svíþjóð. ekkert varð af þessum áformum fyrr en ári síðar.

Höskuldur var í fyrra hæst launaði bankastjórinn og fékk hann greiddar 67,5 milljónir króna í laun árið 2018, auk þess sem hann fékk 7,2 milljónir króna í árangurstengdar greiðslur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK