Krónunni tekist að sinna hlutverki sínu

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðla Banka Íslands, sagði bankann hafa …
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðla Banka Íslands, sagði bankann hafa betri tök á verðbólgunni og að krónan væri að sinna hlutverki sínu betur. mbl.is/Golli

Dregið hefur verulega úr hagvexti hér á landi og er orsökin meðal annars rakin til samdráttar í einkaneyslu. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, á morgunfundi Félags atvinnurekenda í gær.

Utanríkisviðskiptin haldast jákvæð meðal annars vegna þess að dregið hefur úr innflutningi tækja og búnaðar til atvinnureksturs eins og til að mynda flugvéla og annarra stórra fjárfestingarliða fyrirtækja. Jafnframt hefur dregið úr innfluttri þjónustu, að sögn Þórarins. Benti hann á að aukin eftirspurn eftir innlendri framleiðslu og þjónustu hefði vegið á móti samdrætti í útflutningi. „Heimilin og fyrirtækin eru frekar að beina eftirspurn inn í landið og það dregur úr samdrætti.“

Þá kom einnig fram í ræðu aðalhagfræðingsins að krónunni hefði tekist betur að sinna hlutverki sínu með því að hækka í verði til þess að halda aftur af uppsveiflu í hagkerfinu og að lækka til þess að mæta niðursveiflu. Sagði þetta meðal annars markvissri peningastefnu að þakka.

„Vextir hafa lækkað og enn færi á að lækka meira ef þess er þörf,“ sagði Þórarinn. Einnig væri orðið ljóst að smærri vaxtaákvarðanir þarf til að mæta verðbólgu en áður. „Það bendir til þess að við séum með betri tök á málunum.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK