Hallgrímur nýr fjármálastjóri Lauf

Hallgrímur Björnsson nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lauf cycling.
Hallgrímur Björnsson nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lauf cycling.

Hallgrímur Björnsson hefur verið ráðinn fjármála- og rekstrarstjóri íslenska hjólaframleiðandans Lauf cycling. Hallgrímur var á árunum 2016-2019 forstöðumaður hjá Eimskip. Hann er með M.Sc.-gráðu í hagfræði og fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og B.Sc.-gráðu í hagfræði og viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum í Árósum og er löggiltur verðbréfamiðlari. Á árunum 2007-2016 starfaði hann í fjármálageiranum á sviði fjárstýringar, fyrirtækjaráðgjafar og greiningar.

Lauf þróaði fyrst eigin hjólagaffal, en fyrir tveimur árum kom á markað sérstakt hjól undir merkjum fyrirtækisins, Lauf true grit, en það er svokallað malarhjól. Í ár kom svo á markað önnur gerð undir nafninu Lauf anywhere.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að fram undan séu krefjandi tímar þar sem meðal annars verði unnið að því að koma á fót starfsstöð í Bandaríkjunum og stórauka vöruframboð félagsins.

Haft er eftir Benedikt Skúlasyni, forstjóra Lauf, að ráðningin marki tímamót hjá fyrirtækinu. Nú vinnist meiri tími í þróun á vörum og vörumerki og Hallgrímur fái það verkefni að búa til sterkan rekstur úr útkomu þróunarvinnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK